Legal Services - , ,
Arctic lögfræðiþjónusta veitir sérhæfða lögfræðiþjónustu í tengslum við skatta, fjármál og rekstur fyrirtækja á mismunandi sviðum efnahagslífsins. Sérfræðingar okkar veita sér í lagi þjónustu á sviði skatta- og félagaréttar, en sérfræðingar okkar hafa þeir yfir að ráða áralangri reynslu af hvers konar ráðgjöf og hagsmunagæslu á umræddum sviðum fyrir fyrirtæki, sveitafélög og einstaklinga, ásamt því að hafa starfað hjá til margra ára hjá skattyfirvöldum og sinnt kennslu á umræddum sviðum.\\Á grunni þekkingar og reynslu aðstoða sérfræðingar okkar stjórnendur, starfsmenn, hluthafa eða ráðgjafa fyrirtækja, þ.m.t. endurskoðendur, við að komast hjá óvæntum útgjöldum, t.a.m. í formi skattgreiðslna, málaferla og/eða skaðabóta, og tryggja þannig viðskiptavinum okkar skilvirkni, fyrirsjáanleika og hagkvæmni.\\Styrkur fyrirtækjaþjónustu Arctic lögfræðiþjónustu felst einna helst í góðri samvinnu sérfræðinga Arctic lögfræðiþjónustu við endurskoðendur og fjármálaráðgjafa, en á þeim grunni getur Arctic lögfræðiþjónusta aðstoðað félög og fyrirtæki af öllum stærðum á sviði fjármála og rekstrar með víðtækum hætti. Með okkar þjónustu og samvinnu getum við aðstoðað viðskiptavini og deilt reynslu okkar við að leysa fyrirliggjandi vandamál og/eða bent á hugsanleg tækifæri til að skapa viðskiptamönnum okkar verðmæti í flóknu umhverfi atvinnulífsins.
Nginx
Mobile Friendly