Management Consulting - , ,
Aðstoðarmaður.is hefur það að markmiði að gera stjórnendum í litlum og millistórum fyrirtækjum kleift að nýta tíma sinn í það sem þeir eru bestir í - og láta okkur sjá um um smáatriðin. Við bjóðum fjaraðstoð við ýmis verkefni sem til falla innan fyrirtækja. Með því að útvista slíkum verkefnum skapast tími hjá viðskiptavinum fyrir framtíðar og þróunarvinnu. \ \Fyrirmyndin að fyrirtækinu er sótt erlendis frá, en ´fjaraðstoð´er þekkt víða erlendis. Atvinnugreinin (e. Virtual Assistance eða VAs) á rætur sínar að rekja allt til ársins 1996. Fyrirtækið er byggt upp að Kanadískri fyrirmynd og í góðu samstafi við einn helsta hugmyndasmiðs og forsprakka svokallaðara "Multi VA" fyrirtækja þar ytra. Því er hugmyndafræðin, skipulag og verkferlar í raun þaulreyndir um margra ára skeið, þó svo að fyrirtækið sé nýtt og atvinnugreinin sé í lítt þekkt hér á landi, enn sem komið er.\\Framtíðarsýn og markmið\Aðstoðarmaður.is vill vera leiðandi í þjónustu til fyrirtækja á sviði umsýslu í gegnum fjaraðstoð. Eitt aðalmarkmið okkar er að létta stjórnendum lítilla og millistórra fyrirtækja lífið og gefa þeim færi á því að gera það sem þeir gera best og láta Aðstoðarmaður.is sjá um þau verkefni sem þeir vilja og geta útvistað. \Með því hjálpum við stjórnendum fyrirtækja að skapa sér aukinn tíma og gerum viðskiptavinum okkar kleift að einblína á það sem er mikilvægast í rekstrinum - að auka viðskiptin.\\Þá er það okkar markmið að skapa atvinnutækifæri fyrir fólk úti á landsbyggðinni, þar sem eðli starfseminnar gerir fólki kleift að fá vinnu við sitt hæfi þar sem það kýs að búa.\\Einkunnarorð okkar eru fagmennska, trúnaður sem og skjót og örugg úrlausn verkefna.\\Gildi\Heiðarleiki - Traust - Framsækni – Lausnir & að hugsa út fyrir kassann.