Sports - Reykjavík, , Iceland
Hjá Karatedeild Fjölnis æfa ríflega 100 manns karatestíl sem við heitir Shito Ryu Shukokai. Við störfum innan samtakanna Kobe Osaka International (KOI). Deildin hefur alið fjölda Íslandsmeistara sem og Reykjavíkurmeistara.Sambandið Kobe Osaka International var stofnað árið 1991 og var upprunalega Shito Ryu Shukokai samband með aðila frá 9 löndum. Vinsældir sambandsins jukust hratt og eru nú allir stílar velkomnir í það, og meðlimir koma nú úr fleiri en 40 aðilarlöndum. Árlega eru haldnar æfingabúðir, dómaranámskeið og keppnir um allan heim á vegum sambandsins, þar á meðal KOI World Cup.Karatedeild Fjölnis hefur verið virkur aðili í sambandinu frá árinu 2005.