Financial Services - Reykjavík, , Iceland
Með hjálp Krítar verða vörukaupin einfaldari og fljótlegri. Við greiðum seljanda beint fyrir þína hönd. Eina tryggingin sem þú veitir fyrir láninu eru vörurnar sem þú flytur inn og þú endurgreiðir okkur jafnóðum og þú leysir vörurnar út. Þægilegra gæti það ekki verið.Ný og einföld fjármögnunarleiðHagkvæm lausn fyrir þitt fyrirtæki - bættu sjóðstreymið og lágmarkaðu áhættu.Þjónusta Krítar gerir vörukaupin þín einfaldari og fljótlegri. Við gerum samning við þitt fyrirtæki um fjármögnun vörukaupa og tökum almennt ekki aðra tryggingu fyrir láninu en veð í vörunum. Samningar eru gerðir til eins árs í senn svo ekki er þörf á að sækja um lán fyrir hverri sendingu.Þegar samningur liggur fyrir sendir þú okkur reikning frá erlendum birgja og nauðsynlegar bankaupplýsingar hans. Þegar Eimskip eða umboðsmaður Eimskips hefur staðfest móttöku vörusendingarinnar greiðum við reikninginn fyrir vörukaupin beint til seljanda. Þú endurgreiðir svo lánið jafnóðum og þú leysir vörurnar út úr vöruhóteli Eimskips í heild eða hluta.Hafðu samband við okkur og kannaðu hvort þjónusta Krítar henti þínu fyrirtæki.
Outlook
Microsoft Office 365