Management Consulting - Reykjavík, , Iceland
Að baki Lean ráðgjafar stendur Guðmundur Ingi Þorsteinsson, iðnaðar- og framleiðsluverkfræðingur.Guðmundur kynntist Lean í meistaranámi sínu í verkfræði við KTH í Stokkhólmi árið 2005.Um langt skeið hefur verið lögð mikil áhersla á Lean í sænsku atvinnu- og háskólalífi. Þekkt Sænsk vörumerki eins og Scania, Volvo, Sandvik, Alfa-Laval og fleiri fyrirtæki hafa lagt á sig umtalsverða vinnu við að innleiða Lean til að geta mætt harðri samkeppni.Þrátt fyrir að mörg fyrirtæki á Íslandi hafi notað ýmsar aðferðir úr verkfærakistu Lean eru íslensk fyrirtæki komin mun styttra á leið í þessari vegferð heldur en sambærileg fyrirtæki í Evrópu og Bandaríkjunum.Lean hugmyndafræðin er uppruninn úr bílaiðnaðinum, iðnaðarfyrirtæki tóku hana næstir upp áður en fyrirtæki úr öllum geirum byrjuðu að nota hana.Hugmyndin á bak við Lean ráðgjöf er að hjálpa íslenskum fyrirtækjum að brúa bilið til að ná samkeppnishæfni á við erlend fyrirtæki. Erlend fyrirtæki hafa áratuga reynslu af því að innleiða Lean, reynslu sem við á Íslandi getum nýtt til að bæta reksturinn.Um Guðmund Inga Þorsteinsson, stofnanda Lean ráðgjafar:Guðmundur Ingi hefur lært, kennt og unnið með Lean í yfir 10 ár bæði sem stjórnandi en einnig stýrt innleiðingu hjá einu af stærri fyrirtækjum landsins. Það er trú hans að Lean geti skipt sköpum fyrir fyrirtæki til að skara fram úr og auka hagræði.Menntun• B.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 2005.• M.Sc. í framleiðsluverkfræði frá KTH, Stokkhólmi árið 2006 með áherslu á Lean.Námskeið• Lead with Lean (Michael Ballé 2014 and 2016)• This is Lean (Niklas Modig 2015• Lean Change Management (Niklas Modig 2016)• Lean Games (Pia Anhede 2016)• 2 second Lean (Paul Akers 2016)• Lean Product Development (Norbert Majerus 2015)• Manage to Learn with A3 thinking (Dan Markovitz 2015)• Toyota Kata (Bill Costantino 2014)
Gmail
Varnish
Google AdSense
Microsoft Office 365
Amazon AWS