Higher Education - Reykjavík, , Iceland
MBA-námið er hagnýtt meistaranám þar sem nemendur virkja kraftinn til þess að takast á við áskoranir, hljóta þjálfun á sviði viðskipta og rekstrar auk þess að efla persónulega færni sína. MBA-námið veitir nýjar forsendur til starfsframa og er í sterkum tengslum við íslenskt viðskiptalíf.Í MBA náminu kynnast nemendur íslensku atvinnulífi á víðtækan hátt. Kennarar námsins hafa sérþekkingu á íslensku atvinnulífi gegnum eigin rannsóknir og ráðgjöf.Markvisst er stefnt að því að hvert námskeið í MBA náminu sé bæði framúrskarandi og metnaðarfullt.