Research - , ,
Rannsóknarnefnd Alþingis var komið á fót með lögum nr. 142/2008 til þess að rannsaka aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Lokið var við að skipa í nefndina 30. desember 2008. Í henni eiga sæti Páll Hreinsson hæstaréttardómari, Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis og Sigríður Benediktsdóttir kennari við hagfræðideild Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Með töluverðri einföldun má segja að meginhlutverk rannsóknarnefndar Alþingis sé að safna upplýsingum um staðreyndir málsins, draga upp heildarmynd af aðdraganda að falli bankanna og svara þeirri spurningu hverjar hafi verið orsakir þess. Þá skal nefndin leggja mat á hvort um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða við framkvæmd laga og reglna um fjármálastarfsemi á Íslandi og eftirlit með henni og hverjir kunni að bera ábyrgð á því.
Mobile Friendly