Marketing and Communication Director for Culture in Kópavogur at MEKÓ - Menning í Kópavogi - Kópavogur, , Iceland
Í Kópavogsbæ er að finna öflugt og líflegt menningarlíf og er hjarta menningarstarfsins að finna í Hamraborginni þar sem menningarstofnanir bæjarins eru. Gerðarsafn, Bókasafn Kópavogs, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Héraðsskjalasafn Kópavogs og Salurinn eru þær fimm menningarstofnanir sem bærinn rekur en einnig styrkir lista- og menningarráð Kópavogsbæjar fjölbreytt menningarstarf víðs vegar um bæjarfélagið.Hlutverk MEKÓ er að kynna hið öfluga menningarstarf sem fyrirfinnst um allt bæjarfélagið og sjá til þess að sem flestir geti notið menningarlífsins.