KARAMASOV sérhæfir sig í að aðstoða lítil og meðalstór fyrirtæki í stafrænni umbreytingu.Við skoðum verkferla, skráum þá niður, þarfagreinum og aðstoðum svo í kjölfarið við val á lausn. Að þessu loknu veitum við aðstoð við að innleiða ný kerfi og nýja verkferla. Karamasov veitir einnig almenna rekstrarráðgjöf til eigenda og stjórnenda lítilla og meðalstórra fyrirækja.Reynsla okkar úr rekstri fyrirtækja veitir okkur góða yfirsýn yfir þarfir og gerviþarfir í stafrænni vegferð.