Starf Amnesty miðar að því að vernda fólk hvar sem er í heiminum, þar sem brotið er mannréttindum, réttlæti, frelsi eða reisn.Starf samtakanna skilar raunverulegum árangri en á hverju ári er fjöldinn allur af málum sem leysist vegna þrýstings af okkar hálfu. Lögum, reglum og meðferð hefur einnig verið breytt fyrir tilstuðlan starfs Amnesty.Langmest af fjármagni okkar kemur frá einstaklingum um heim allan. Þeir fjármunir gera Amnesty kleift að vera óháð öllum stjórnvöldum, stjórnmálastefnum, fjárhagslegum hagsmunum og trúarbrögðum.Við leitumst hvorki eftir né tökum við fjármagni til mannréttindastarfs okkar frá ríkisstjórnum eða stjórnmálaflokkum.